á endalausu ferðalagi...
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Jamms ég hef haft alveg nóg að gera um helgina.

Á föstudaginn var saumaklúbbur hjá mér og við sátum alveg að verða eitt. Þá voru strákarnir búinir að koma og fara. Þeir ákváðu að kíkja niður í bæ og halda áfram að djamma.
Laugardagurinn var bara rólegur þvegið og lært. Steini og Mæja borðuðu fylltar svínalundir sem að Gústi eldaði. Eftir kvöldmat var farið á Bikuben kollegiet og spilað.
Við vorum búinn að ákveða að eyða sunnudeginum saman, þannig að það voru eingar skólabækur í dag. Við bjuggum hinsvegar til brjóstsykur (bolcher) í dag. Bæði græna og rauða með piparmynntubragði. Þeir heppnuðust líka svona vel.

En að öðru. Núna er 7. nóvember og laufin eru enn að detta af trjánun! Ég veit að það eru mörg tré í Danmörku en tekur þetta alltaf svona langan tíma? Mér finnst bara ekki vera kominn vetur, þetta er meira svona langt haust. Ég verð nú bara að viðurkenna það að mig langar svolítið í smá snjó og þess háttar. Það er bara að bíða og vona.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.